Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Among Us

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Among us er tölvuleikur sem er skapaður af InnerSloth. Leikurinn snýst alfarið um að reyna að finna svikahrappana (e. impostor). Það geta verið fjórir til fimmtán í hverjum leik og allt að þrír geta verið svikahrappar. Markmiðið fyrir skipverja (e. crewmates) er að reyna að laga skipið og komast að því hverjir svikahrapparnir eru. Markmið svikahrappanna er að reyna að drepa skipverja þangað til helmingurinn um borð eru svikahrappar eða ef skipverjar eru of lengi að bregðast við skemmdaverkunum eftir svikahrappa. Maður getur bara drepið einn í einu og svo þarf maður að bíða ákveðið lengi til að drepa næsta. Til þess að kjósa þarf annað hvort að finna lík og tilkynna (e. report) eða kalla neyðarfund (e. emergency meeting). Leikurinn klárast ef maður lagar skipið, kýs svikahrappana út eða ef svikahrapparnir drepa nógu marga.