Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Ammoníumbíkarbónat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ammoníumbíkarbónat eða hjartarsalt er efnasamband sem meðal annars er notað sem lyftiefni í bakstur. Það var áður búið til úr muldum hjartarhornum og er nafnið dregið af því. Við hita í ofni verður til kolsýra, ammoníak og vatnsgufa og þá lyftist deigið. Hjartasalt hentar sem lyftiefni í bakstur sem í er hátt hlutfall fitu og sykurs og gerir kökur stökkar. Það hentar sem lyftiefni í smákökur, kex og kleinur en ekki í hrærð eða þeytt deig. Hjartarsalt hefur efnasambandið NH4HCO3 og E-efnanúmerið E503.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.