Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

JHVH

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 5. september 2024 kl. 20:46 eftir Akigka (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. september 2024 kl. 20:46 eftir Akigka (spjall | framlög) (Tók aftur breytingar frá 185.191.234.15 (spjall), til baka í síðustu útgáfu frá Snaevar-bot)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Hebresku stafirnir (lesnir frá hægri til vinstri י (J) ה (H) ו (V) ה (H), eða JHVH

JHVH (hebreska יהוה) er nafn Guðs eins og það er skráð á hebresku í frumtextum Biblíunnar. Í guðfræði er þessi hebreska bókstafasamsetning (יהוה) nefnd tetragrammaton (úr grísku τετραγράμματον, sett saman úr tetra, fjórir, og gramma, stafur) „fjórstefuninn" og er þá umskrifun fyrir Guð vegna þess að nafn hans er of heilagt eða hættulegt að nefna[1]. Á íslensku er JHVH oftast umskrifað sem Jahve eða Jehóva (einnig Jahveh og Jehóvah).

Í hebreska letrinu eru sérhljóðarnir ekki skrifaðir og trúaðir gyðingar hafa aldrei borið fram nafnið JHVH upphátt vegna heilagleika þess og er því erfitt að vita hver framburðurinn hefur verið, enda verið mikið umdeilt meðal fræðimanna og leikmanna. Þegar gyðingar lesa úr Hebresku biblíunni bæta þeir samhljóðum við יהוה svo úr verður „Adonai“ (= „Drottinn minn“)[2]. Í Sjötíumannaþýðingunni (elstu grísku þýðingu Gamla testamentisins) og Vúlgötunni (latneskri þýðingu Hýerónýmusar) er orðið „drottinn“ (κύριος annars vegar og dominus hins vegar) notað.

Í Hebresku biblíunni (sem samsvarar Gamla testamentinu hjá kristnum mönnum), kemur nafnið JHVH fyrir í fyrsta skipti í Fyrstu Mósebók 2:4. Þegar Móses spyr um nafn Guðs fékk hann þetta svar: „Ég er sá sem ég er.“ (Önnur Mósebók 3:14,[3])

Nafn Guðs er nefnt 6828 sinnum í hebreska frumtexta hebresku biblíunnar (og Gamla testamentisins)[4]. Fáar nútímaþýðingar á Biblíunni nota sérstakt nafn á Guð (svo sem Jahve eða Jehóva). Þess í stað eru notaðir titlar sem „drottinn“ eða „herra“.

Vottar Jehóva álíta að Biblían hafi verið fölsuð og útúrsnúin allt frá elstu þýðingunum á grísku. Þeir hafa því gert eigin þýðingar á mörg mál en ekki á íslensku enn. Einn mikilvægur munur á Biblíuútgáfum Votta Jehóva og annarra er að þar er nafnið Jehóva (eða samsvarandi) notað þar sem á hebresku stendur JHVH[5]. Gamlatestamenntsfræðingar hafa nú sýnt fram á að orðið Jehóva hafi í raun orðið til fyrir slysni. Vegna þess að ekki mátti nefna nafn drottins upphátt var í hebreskum biblíum orðinu YHWH (JHVH) blandað saman við orðið Adonai, sem þýðir í raun guð. Fólk átti þá að segja guð (Adonai ) frekar en að lesa upphátt hið heilaga nafn hans, JHVH. Síðari kynslóðir Gyðinga tóku upp á því að að lesa upphátt þessa samanblöndu frekar en að segja Adonai og varð þá til nafnið Jehóva (Yehowah) sem er þó ekki eiginnafn guðs gamla testamentisins.[6]

Á íslensku hefur guð Biblíunnar haft mörg samheiti. Þau eru t.d.: Andlangs herra, Alfaðir, Drottinn, Englakóngur, Faðir (t.d. mildur Faðir hæða), Himnafaðir, Himnasjóli og Javi (íslensk útgáfa af Jahve).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.etymonline.com/index.php?search=tetragrammaton
  2. JewishAnswers.org[óvirkur tengill]
  3. Biblía 21. aldar
  4. Catholic Encyclopedia
  5. „Hver er Guð? Af vef Votta Jehóva“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. janúar 2008. Sótt 26. janúar 2008.
  6. John Barton & Julia Bowden. 2004. The Original Story, God, Israel and the World, bls.43