Ef þú rekst á vandamál varðandi F-Droid, ættirðu endilega að tilkynna það í viðkomandi verkskráningu.
Smáforrit (biðlari)
Ef þú rekst á vandamál varðandi F-Droid biðlaraforritið (þetta úr forritasafninu), skoðaðu fyrst hvort við vitum þegar um það, og ef ekki, tilkynntu það á þessari verkskráningu.
Forritsgögn
Fyrir vandamál sem tengjast innihaldi hugbúnaðarsafnsins (forritum í safninu okkar), svo sem forrit sem vantar eða eru úrelt, skaltu nota þessa verkskráningu.
Beiðni um pökkun
Til að biðja um að nýju forriti sé pakkað (nýju forriti bætt í hugbúnaðarsafnið okkar), þá skaltu endilega fyrst athuga í verkskráningu forritsgagna hvort forritið hafi áður verið tiltækt en síðan verið fjarlægt. Sé það ekki tilfellið, má bæta beiðni um pökkun (RFP - request for packaging) við á þessa verkskráningu.
Verkfæri fyrir netþjóna
Fyrir vandamál varðandi vefþjónstólin (sem notuð eru til að byggja sjálf/ur forrit eða keyra þitt eigið hugbúnaðarsafn), notaðu þá þessa verkskráningu.
Vefsvæði
Fyrir vandamál sem tengjast þessu vefsvæði, geturðu notað þessa verkskráningu.
Leit á vefsvæði
Ef þú rekst á hnökra varðandi leitarniðurstöður á https://search.f-droid.org, skaltu endilega tilkynna vandamálið.
Djúpa laugin
Ef þú finnur ekki rétta staðinn, geturðu prófað að leita í öllum verkbeiðnum og vandamálum sem F-Droid verkefnið skráir.