Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Beint í aðalefni

Hvenær er besti tíminn til að heimsækja Frakklandi?

Ferðaráðleggingar

Upplýsingarnar á þessari síðu eru byggðar á fyrri meðaltölum og endurspegla hugsanlega ekki núverandi skilyrði. Hafðu samband við yfirvöld á svæðinu til að fá nýjustu ferðaráðleggingar

Lesa meira

Besti tíminn til að heimsækja Frakkland er frá apríl til júní og frá september til nóvember. Þá er færra fólk á ferðinni og hitastigið er þægilegra miðað við mollulegan hita sumarmánaðanna. Ef þig langar frekar á skíði er best að renna sér niður skíðabrekkurnar frá desember og fram í byrjun apríl.

Mælt er með að kanna fjölbreytt héruð Frakklands áður en sumarfríin byrja þar í landi en þau standa yfir frá miðjum júlí og fram í lok ágúst. Þó skal hafa í huga að mörg fyrirtæki eru lokuð á þessum tíma og almenningssamgöngur takmarkaðar og það er gott að kynna sér það vel fyrirfram. Suðrænt loftslagið á frönsku Rívíerunni býður upp á hlýtt veður næstum allan ársins hring en á veturna í París er hægt að skoða menningarstaði eins og Louvre-safnið án þess að standa í langri röð. Fyrir alvöru vínsmökkun er tilvalið að halda til héraðanna Bordeaux og Burgundy, frá mars til maí til að upplifa landslagið eða í október og nóvember fyrir vínberjauppskeruna.

Veður- og ferðaábendingar fyrir Frakklandi eftir mánuði

Þegar kólnar í veðri er tími til kominn að skella sér á skíði í norðurhluta landsins eða í snæviþöktu Ölpunum sem þá opna fyrir skíðatímabilið. Janúar er kaldasti mánuðurinn í mörgum stærstu borgunum, eins og París, Lyon og Bordeaux. Meðalhiti er í kringum 6°C. Meira að segja Côte d'Azur er ekki laus við kuldann svo taktu með þér hlýjan jakka og nokkrar hlýjar flíkur fyrir það hérað sem þú ætlar að heimsækja.

Það er ekkert leyndarmál að í Frakklandi eru nokkrir bestu skíðadvalarstaðir í heimi og af þeim eru Chamonix, Tignes og Val d’Isère á meðal þeirra vinsælustu. Byrjendur og reynslumeiri skíðagarpar geta fengið besta snjóinn á þessum tíma, sem og uppgötvað ekta „après ski“ og notalegu Alpaþorpin. Ef þú ert ekki mikið fyrir skíði geturðu notið góðs af vetrarútsölunum því margar verslanir bjóða allt að 70% afslátt. Inn á milli geturðu haldið á þér hita á hlýlegu kaffihúsunum, bístróunum og grillhúsunum og smakkað allan ljúffenga franska matinn og vínin.

9°C

Hæsti

3°C

Lægsti

16 dagar

Úrkoma

Skíðatímabilið er í fullum gangi í febrúar og búast má við margmenni þegar vetrarfríið byrjar í skólum og fjölskyldur flykkjast á dvalarstaðina. Þegar hitastigið í Ölpunum er undir frostmarki er meðalhiti í öðrum hlutum landsins um 5°C. Þó mörg pör haldi til Parísar fyrir Valentínusardaginn er mjög margt annað um að vera í febrúar.

Sólríki suðurhlutinn nýtir góða veðrið með því að halda viðburði utandyra, eins og Kjötkveðjuhátíðina í Nice en þar er hægt að sjá blómabardaga, skrítna búninga og magnaða skrúðgöngu með stórkostlegum vögnum. Við landamæri Ítalíu er litli bærinn Menton og þar fer Fête du Citron-hátíðin fram, sem vitnisburður um blómaskeið borgarinnar sem stærsti sítrónuframleiðandi Evrópu. Þú mátt búast við að sjá allt frá ávaxtaskrúðgöngum til sýninga á sítrusmynstrum.

8°C

Hæsti

1°C

Lægsti

13 dagar

Úrkoma

Um leið og fyrstu blómin láta sjá sig taka sveitir Frakklands á sig einstaka litadýrð. Mars er einnig síðasti mánuðurinn til að skella sér á skíði og skólafríin eru enn í gangi fram í miðjan mánuðinn. Því má búa sig undir mannmergð ef þú ert á leiðinni í brekkurnar. Utan Alpanna er meðalhiti í landinu um 8–10°C svo það er enn góð hugmynd að taka með sér góða vetrarúlpu.

Í suðurhluta landsins heldur gleðskapurinn áfram á hátíðum og veðrið tekur að hlýna og nær allt að 15°C. Samfélag Íra í París tryggir það að St. Patrick’s Day fari ekki fram hjá neinum þann 17. mars, þar sem krár borgarinnar óma af hefðbundinni írskri tónlist og Guinnessinn flæðir. Það er tilvalið að nýta páskafríið í dagsferð til Flavigny-sur-Ozerain í Burgundy sem var tökustaður kvikmyndarinnar Chocolat frá árinu 2000, með Juliette Binoche og Johnny Depp í aðalhlutverkum.

13°C

Hæsti

4°C

Lægsti

14 dagar

Úrkoma

Milt veður í norðri og sjóðheit stemning í suðri gerir apríl einn besta mánuðinn til að heimsækja Frakkland. Þú getur ennþá farið á skíði í hæst staðsettu skíðadvalarstöðunum, eins og Tignes og Val d'Isere en það ætti enn að vera nægur snjór í brekkunum á þessum tíma árs. Utan skíðabrekknanna er hægt að fara í gönguferðir og upplifað fallegt landslagið sem samanstendur af bleikum blómstrum og snæviþöktum fjallstindum. Meðalhiti í Ölpunum er um 7°C en í París og inn til sveita í Frakklandi er hitastigið þægilegt, um 12°C. Taktu með þér góða gönguskó, regnhlíf ef það rignir og hlý föt aukalega fyrir svöluaprílkvöldin.

Páskahátíðin er í aðalhlutverki og fjölmargir viðburðir fara fram víðsvegar um landið. Gluggar hjá súkkulaðiframleiðendum fyllast af girnilegu góðgæti sem sjón er að sjá en takið eftir fljúgandi bjöllunum sem koma með páskaeggin í Frakklandi. Í bænumBessieres í suðvestri koma kokkar saman og gera risastóra eggjaköku úr 15.000 eggjum og Chateaux Vaux le Vicomte rétt fyrir utan París heldur stærstu páskaeggjaleit landsins.

16°C

Hæsti

7°C

Lægsti

14 dagar

Úrkoma

Þegar vorar spretta fram fjölmargir menningarviðburðir og hátíðir í góða veðrinu. Yfir daginn gæti verið hlýtt en kvöldin geta verið svöl svo hlý aukaföt koma að góðum notum. Taktu með þér regnhlíf ef þú heldur höfuðborgarinnar því úrkoman í París er með því mesta sem gerist í maí. Minnsta úrkoman er í Nice.

1. maí er almennur frídagur í Frakklandi og því eru flest fyrirtæki lokuð og almenningssamgöngur gætu farið úr skorðum. Búast má við veisluhöldum á götum úti og sölubásum með „muguets“ eða dalaliljum sem eiga að færa manni heppni. Áhugafólk um kvikmyndir ættu að halda á hina heimsfrægu Kvikmyndahátíð í Cannes sem stendur yfir í 12 daga í maí. Ásamt því að fara á kvikmyndasýningar undir berum himni á ströndinni getur þú einnig séð stjörnurnar á rauða dreglinum. Einhverjir helstu viðburðir í íþróttaheiminum fara fram í maí, meðal annars French Open-tennismótið og Grand Prix-kappaksturinn í Formúlu 1 og MotoGP-mótorhjólakeppnin í Mónakó.

18°C

Hæsti

10°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Sumarið skartar sínu fegursta í júní, þar sem heiðblár himinn og hlýtt veður einkennir flesta daga. Hins vegar gæti rignt og köld sumarkvöld gera það nauðsynlegt að bæta nokkrum hlýjum flíkum við í ferðatöskuna. Það er aðeins eins eða tveggja stiga munur á hitastigi í landinu, meðalhiti er í kringum 20°C.

París er fjölsótt á þessum tíma árs en góðu fréttirnar eru að utan höfuðborgarinnar er að finna margar menningarborgir sem eru lausar við mannmergð. Hátíðartímabilið nær hápunkti á þessum tíma, Fête de la Musique-hátíðin þann 21. býður upp á ókeypis tónleika út um allt land og margir helstu djassleikarar heimsins koma fram á Paris Jazz Festival. Það er einnig fjögurra daga fête le vin, vínhátíð, haldin í Bordeaux þar sem hægt er að smakka bestu vín heims og afurðir úr héraði. Skólafríið byrjar ekki fyrr en um miðjan júlí og þetta er því fullkominn tími til að halda til fallegu strandlengjunnar á frönsku Rívíerunni, það er rólegt á ströndunum þar og hitastigið um 25°C.

23°C

Hæsti

13°C

Lægsti

12 dagar

Úrkoma

Sumarið er sannarlega gengið í garð en þú ættir að passa þig á hitabylgjum, sérstaklega sunnan til, og einnig geta skógareldar verið yfirvofandi hætta. Skólinn er kominn í frí svo margar borgir eru iðandi af lífi þegar fjölskyldur jafnt og ferðalangar fjölmenna á strætunum. Það er svalara veður í norðurhéruðum Alpanna þar sem hitastigið er í kringum 17°C. Ef það er bongóblíða sem þú leitar að eru borgirnar fyrir miðju landsins og strendurnar á frönsku Rívíerunni réttu staðirnir.

Fagnaðu frönsku byltingunni þegar skrúðgöngur og flugeldar yfirtaka landið á Bastilludeginum þann 14. júlí. Ef þú ert í Ölpunum í júlí er þess virði að kíkja á Tour de France-hjólreiðakeppnina þar sem heimsins bestu hjólreiðagarpar keppa við hvern annan um eftirsóttu gulu treyjuna. Langar þig að hlusta á tónlist? Í Alsace-héraði er hin árlega Colmar International Festival-hátíðin haldin en hún telur 20 tónleika á 10 dögum. Í Carcassone í suðri eru um 100 tónleikar og sýningar, allt frá djassi til óperu.

26°C

Hæsti

16°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Þar sem Frakkar fara yfirleitt í sumarfrí frá 14. júlí (Bastilludagurinn) og fram í miðjan ágúst má búast við því að einhverjar verslanir og veitingastaðir verði lokaðir fyrri hluta mánaðarins. Flestir heimamenn halda til strandborganna við suðurströndina og njóta sumarhitans þar sem er að meðaltali 25°C. Það er sniðugt að taka með sér létt bómullarföt og auka yfirhöfn fyrir kvöldið. Haltu eftir plássi í ferðatöskunni fyrir regnjakka og jakka ef þú heldur þig við norðurhluta Frakklands því þar getur verið kalt á kvöldin.

Hækkandi hitastig og mannmergð þýðir að eitt það besta sem þú getur gert í ágúst er að skella sér á bestu hátíðirnar. Í vesturhverfum Parísar er hátíðin Rock en Seine en þar er alltaf frábær dagskrá með eftirsóttustu hljómsveitunum. Fêtes de Dax-hátíðin í suðvestri laðar að um 800.000 tónlistarunnendur en hún stendur yfir í fimm daga.

25°C

Hæsti

15°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

September er yndislegur tími til að heimsækja Frakkland. Hitinn sem einkenndi sumarmánuðina er enn til staðar, þó hitastigið sé þolanlegra eða um 20°C yfir daginn. Annað sem er gott við þessa árstíð er að skólafríin eru búin og því er hægt að skoða helstu kennileitin í meiri ró.

Nú þegar yfirþyrmandi sumarhitinn er yfirstaðinn og fyrirtæki hafa opnað aftur eftir sumarfríin er gaman að kanna borgir sem oftast eru annasamari, eins og París, Nice og Lyon. Það eru enn fjöldi viðburða í gangi sem hægt er að sækja, þar á meðal stærsti flóamarkaður Evrópu í Lille fyrstu vikuna í september og Ravel Festival við Atlantshafsströndina en þar er hægt að heyra hefðbundna baskneska tónlist. Vínberjasuppskeran er enn í fullu fjöri í þessum mánuði og því er þetta einnig fullkominn tími til að fara í franskan vínleiðangur og heimsækja Bordeaux, Burgundy og Champagne.

22°C

Hæsti

12°C

Lægsti

12 dagar

Úrkoma

Haustlitadýrðin hvarvetna í landinu tekur vel á móti þér með fallegum rauðum og gylltum litatónum og dagarnir verða styttri og svalari. Flestir dagar eru sólríkir en yfirleitt er erfitt að spá fyrir um veðrið, nema þú sért í hlýja suðurhluta landsins í byrjun mánaðarins. Gott er að hafa jakka og regnhlíf með í för því það gæti rignt.

Fyrstu vikuna í október er árlega Nuit Blanche-menningarhátíðin haldin í París en þá opna söfn, gallerí og aðrir menningarviðburðir dyrnar fyrir gestkomandi langt fram á kvöld. Þó íbúar Frakklands haldi ekki mikið upp á hrekkjavöku stendur Disneyland Paris fyrir sínu. Þar er hægt að fara á skuggalega skemmtilegar sýningar í báðum görðunum, ásamt því að upplifa gömlu góðu Disney-töfrana. Lyon heiðrar arfleifð sína sem fæðingarstað kvikmyndarinnar en þar fer fram Lumière-kvikmyndahátíðin, með yfir 400 sýningar víðsvegar um borgina.

18°C

Hæsti

10°C

Lægsti

14 dagar

Úrkoma

Hitastigið fer ekki oft í tvær tölur í nóvember nema þú haldir þig sunnarlega þar sem meðalhiti helst í 13°C. Taktu endilega með þér nokkrar aukaflíkur og vatnsþolin föt þar sem vindur og votviðri einkennir veðrið í flestum landshlutum.

Almenningssamgöngur gætu farið úr skorðum fyrsta dag mánaðarins, á Toussaint eða Allraheilagramessu, sem og á Vopnahlésdaginn þann 11. nóvember. Báðir dagar eru almennir frídagar. Verðandi vínþjónar ættu að skipuleggja ferðir í kringum Beaujolais Nouveau-hátíðina sem er haldin þriðja fimmtudaginn í nóvember en þá fer fram smökkun á kærkomna Beaujolais-víninu, aðeins nokkrum dögum eftir uppskeru vínberjanna. Vínhátíðirnar halda áfram með Hospices de Beaune-vínuppboðinu í Burgundy þriðja sunnudaginn í þessum mánuði, þar sem öll framlög renna til góðgerðarmála.

13°C

Hæsti

7°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Skemmtanahöldin og kryddað jólaglögg hleypir hlýju og notalegu lífi í kaldan vetrartímann. Jólamarkaðir spretta upp um allt land, sem og skólafríin svo það má búast við meiri fólksfjölda í stórborgunum. Skíðatímabilið hefst í Ölpunum og Pýreneafjöllunum, en þar er úrval af vetraríþróttum til að velja úr. Pakkaðu hlýjum jakka, þykkum sokkum og vettlingum ofan í töskuna til að klæða af þér kuldann í desember.

Ef þig langar að upplifa sannan hátíðaranda er tilvalið að heimsækja jólamarkaðina í Alsace-héraðinu en þar er hægt að upplifa bæði frönsk og þýsk menningaráhrif. Gríptu bolla af „vin chaud“, frönsku jólaglöggi, og kannaðu hvern bás undir glitrandi jólaljósunum í þúsundatali. Meðal vinsælustu markaðanna eru Strassborg-markaðurinn, sá elsti í Evrópu, og Ribeauvillé-markaðurinn en þar er miðalda- og búningaþema. Í Lyon er haldin Fêtes des Lumières, ljósahátíð, en þar gefst tækifæri á að sjá helstu minnisvarða borgarinnar og árnar upplýstar með myndskeiðum, laser- og LED-ljósum.

10°C

Hæsti

4°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Veður og hitastig í Frakklandi

Hitastigið í Frakklandi er mjög breytilegt milli héraða allt árið um kring, eins og snæviþöktu tindarnir í Ölpunum, Jura og í Pýreneafjöllunum og suðræni hitinn á suðausturströndinni gefa til kynna. Sumrin í héruðunum í norðri og inn til landsins, eins og Normandí, Burgundy og Île-de-France (þar sem París er staðsett), einkennast af heitu og röku veðri en veturnir eru kaldir og blautir. Veturinn er yfirleitt kaldari og lengri í borgum á borð við Strassborg í Alsace-Lorraine-héraðinu og Grenoble og Chamonix í Ölpunum. Miðjarðarhafsloftslag einkennir veðrið allan ársins hring í suðri, sumrin þar eru því heit, þurr og sólrík.

jan feb mar apr maí jún júl ág sept okt nóv des
París Hæsti 8°C 7°C 13°C 16°C 18°C 22°C 25°C 25°C 21°C 16°C 11°C 9°C
Lægsti 3°C 2°C 5°C 7°C 10°C 13°C 16°C 15°C 12°C 10°C 7°C 5°C
Úrkoma 16 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 15 dagar 13 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 14 dagar 16 dagar 16 dagar
Nice Hæsti 13°C 12°C 15°C 17°C 20°C 24°C 27°C 27°C 25°C 21°C 17°C 14°C
Lægsti 6°C 5°C 9°C 12°C 14°C 19°C 21°C 21°C 18°C 15°C 11°C 8°C
Úrkoma 16 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 15 dagar 13 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 14 dagar 16 dagar 16 dagar
Lyon Hæsti 7°C 6°C 14°C 17°C 20°C 25°C 27°C 27°C 22°C 18°C 12°C 9°C
Lægsti 2°C -0°C 4°C 7°C 10°C 14°C 16°C 15°C 12°C 10°C 5°C 3°C
Úrkoma 16 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 15 dagar 13 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 14 dagar 16 dagar 16 dagar
Marseille Hæsti 12°C 11°C 16°C 19°C 22°C 28°C 30°C 30°C 26°C 22°C 16°C 13°C
Lægsti 4°C 2°C 6°C 9°C 12°C 16°C 19°C 18°C 15°C 13°C 8°C 5°C
Úrkoma 16 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 15 dagar 13 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 14 dagar 16 dagar 16 dagar
Strassborg Hæsti 6°C 5°C 12°C 16°C 19°C 24°C 26°C 25°C 21°C 16°C 10°C 8°C
Lægsti 1°C -1°C 2°C 6°C 9°C 12°C 14°C 13°C 10°C 7°C 5°C 2°C
Úrkoma 16 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 15 dagar 13 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 14 dagar 16 dagar 16 dagar
Bordeaux Hæsti 11°C 10°C 15°C 17°C 19°C 24°C 27°C 26°C 24°C 20°C 15°C 12°C
Lægsti 5°C 2°C 6°C 8°C 10°C 14°C 15°C 15°C 13°C 11°C 8°C 5°C
Úrkoma 16 dagar 14 dagar 15 dagar 15 dagar 15 dagar 13 dagar 11 dagar 12 dagar 12 dagar 14 dagar 16 dagar 16 dagar

Veðurupplýsingar frá Forecast.io

Kostnaður við að dvelja í Frakklandi

Viltu ferðast á hagkvæman hátt? Hér getur þú séð hvað það kostar að dvelja í Frakklandi í hverjum mánuði fyrir sig.

    0 42 84 126 168
  • 19.584 kr. jan
  • 20.344 kr. feb
  • 21.168 kr. mar
  • 21.360 kr. apr
  • 22.509 kr. maí
  • 24.270 kr. jún
  • 24.187 kr. júl
  • 23.161 kr. ág
  • 23.462 kr. sept
  • 22.838 kr. okt
  • 20.161 kr. nóv
  • 23.009 kr. des
    0 42 84 126 168
  • 15.160 kr. jan
  • 16.817 kr. feb
  • 16.402 kr. mar
  • 15.214 kr. apr
  • 17.228 kr. maí
  • 17.895 kr. jún
  • 19.999 kr. júl
  • 18.576 kr. ág
  • 15.661 kr. sept
  • 15.652 kr. okt
  • 14.081 kr. nóv
  • 19.118 kr. des
    0 42 84 126 168
  • 6.388 kr. jan
  • 6.409 kr. feb
  • 7.638 kr. mar
  • 8.122 kr. apr
  • 8.963 kr. maí
  • 9.373 kr. jún
  • 9.605 kr. júl
  • 9.199 kr. ág
  • 8.251 kr. sept
  • 8.446 kr. okt
  • 7.138 kr. nóv
  • 8.219 kr. des
    0 42 84 126 168
  • 14.402 kr. jan
  • 15.332 kr. feb
  • 15.510 kr. mar
  • 15.820 kr. apr
  • 18.079 kr. maí
  • 18.439 kr. jún
  • 21.921 kr. júl
  • 21.958 kr. ág
  • 16.694 kr. sept
  • 16.186 kr. okt
  • 15.787 kr. nóv
  • 19.464 kr. des
    0 42 84 126 168
  • 14.245 kr. jan
  • 15.238 kr. feb
  • 15.321 kr. mar
  • 15.997 kr. apr
  • 16.972 kr. maí
  • 17.347 kr. jún
  • 18.388 kr. júl
  • 18.291 kr. ág
  • 17.011 kr. sept
  • 16.416 kr. okt
  • 15.099 kr. nóv
  • 15.870 kr. des

Bestu staðirnir til að heimsækja í Frakklandi

Kíktu á vinsælustu borgirnar, staðina og afþreyinguna í Frakklandi!

Þetta hafa aðrir ferðalangar að segja um fríið sitt í Frakklandi