Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Stirling (gelíska: Sruighlea, skoska: Stirlin) er borg í Skotlandi og höfuðstaður Stirling sveitarfélagsins. Í miðborg Stirlingar er vígi og gamall bær sem byggður var upp á miðöldum. Hún liggur við ána Forth. Árið 2017 voru íbúar Stirling um 38.000 manns og íbúar borgarsvæðisins tæp 50.000 manns. Vegna þess er hún smæsta borgin í Skotlandi og meira að segja eru nokkrir bæir í landinu stærri en Stirling.

Miðborg Stirling.

Þegar Konungsríkið Skotland var til var Stirling einn höfuðvíga þess og Davíð 1. Skotlandskonungur gerði hana að konunglegri borg árið 1130. Árið 2002 var Stirling gerð að opinberri borg af Elísabet 2.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.