Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Sameinaða danska gufuskipafélagið

Sameinaða danska gufuskipafélagið (eða Sameinaðafélagið) (danska: Det Forenede Dampskibs-Selskab) er danskt skipafélag, og var um tíma eitt það stærsta í heimi. Það varð til við sameiningu nokkurra smærri skipafélaga. Í forsæti félagsins á fyrstu árum þess var Carl Frederik Tietgen. Sameinaðafélagið var stofnað þann 11. desember 1866 og stundaði í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. siglingar með vörur til Íslands og sá um strandsiglingar um landið.

Höfuðstöðvar DFDS í Osló 1918

Ekkert erlent félag var á sínum tíma eins mikið riðið við alla framþróun á Íslandi og Sameinaðafélagið. Það hélt uppi siglingum til landsins frá 1867, að undanskildum nokkrum árum sem danska stjórnin annaðist siglingar á skipinu Diönu.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.