Nurhaci
(Endurbeint frá Nuerhachi)
Nurhaci (kínverska: 努爾哈赤 [Nǔ'ěrhāchì] or 努爾哈齊 [Nǔ'ěrhāqí]; mansjúríska: ) (1558 – 30. september 1626) var stofnandi Mansjúveldisins í Kína. Árásir hans á Mingveldið í Kína og Jóseonveldið í Kóreu lögðu grunninn að Kingveldinu sem ríkti í Kína frá 1644 til 1912. Hann sameinaði ættbálka Jurchena undir sinni stjórn og lýsti sig fyrsta kan síðara Jinveldisins árið 1616.