Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Jón Ásgeir Jóhannesson

íslenskur kaupsýslumaður

Jón Ásgeir Jóhannesson (fæddur 27. janúar 1968 í Reykjavík) er íslenskur kaupsýslumaður og fyrrverandi forstjóri Baugs Group.

Fyrstu árin

breyta

Foreldrar Jóns Ásgeirs voru Jóhannes Jónsson (1940-2013) og Ása Karen Ásgeirsdóttir (1942-2015) sem unnu bæði hjá Sláturfélagi Suðurlands. Jón Ásgeir giftist seinna Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur (1961-), dóttur Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaup. Jón Ásgeir á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Ásu Karen, Anton Felix og Stefán Franz og Ingbjörg á einnig þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Sigurð Pálma, Júlíönu Sól og Melkorku Katrínu.[1] Jóni Ásgeiri var lýst á eftirfarandi hátt af Ármanni Þorvaldssyni.

Maðurinn sem var að verða andlit íslensks viðskiptalífs erlendis var Jón Ásgeir Jóhannesson. Myndarlegur töffari sem varð brátt lýst í erlendum fjölmiðlum sem glaumgosa úr norðrinu með jökulblá augu... Jón Ásgeir er flókinn einstaklingur. Þú getur beðið tíu manns sem þekkja hann um að lýsa honum og þau myndu öll lýsa honum á mismunandi hátt. Hann kemur fyrir sem feiminn í augum þeirra sem þekkja hann ekki. Ef hann þekkir ekki fólk þá var hann þögull en um leið og samræðurnar fóru að snúast um viðskipti og samninga þá lifnaði hann allur við. Flestir þeir sem áttu í viðskiptum við hann í Bretlandi hrifust af honum.“

Frozen Assets: How I Lived Iceland's Boom and Bust (2009)[2].

Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, stýrði einni af verslunum Sláturfélags Suðurlands og vann Jón Ásgeir þar á sínum yngri árum, frá 13 ára aldri. Hann var alltaf í sínum eigin viðskiptum með fram vinnu og seldi til að mynda popp í bás í verslunarmiðstöðvum.[2]. Jón Ásgeir gekk í Verzlunarskóla Íslands en hætti án þess að klára námið árið 1989 til að hjálpa föður sínum, þá nýlega atvinnulausum, að setja á laggirnar fyrstu lágvöruverðsverslun á Íslandi, Bónus. Fyrsta verslunin var fjögur hundruð fermetra verslun í Skútuvogi.[3] Á nokkrum árum varð Bónus næststærsti smásali á Íslandi.

Viðskiptaveldi í íslenska góðærinu

breyta

Hagkaup, helsti samkeppnisaðili Bónus, keypti árið 1992, helming af hlutabréfum í Bónus. Hagkaup var í eigu barna stofnanda þess, Pálma Jónssonar[4] en Jón Ásgeir giftist síðar einu þeirra, Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur. Baugur Group var stofnað árið 1993 til samræma innkaup verslunarkeðjanna tveggja í kjölfar oft á tíðum átakamikilla viðræðna milli Jóns Ásgeirs og barna Pálma. Baugur keypti Hagkaup árið 1998 og varð Jón Ásgeir forstjóri. Sú staða gerði hann að einum valdamesta einstaklingi í íslensku viðskiptalífi.[2][5] Í kjölfar þess að Bónus opnaði búð í Færeyjum árið 1994 keypti Baugur nokkrar íslenskar verslanir og hóf landvinninga á erlendri grundu. Nýkaup, Aðföng og Útilíf voru keypt árið 1998 og árið 2001 var fjárfest í Bill´s Dollar Store og Bonus Dollar Store í Bandaríkjunum ásamt Topshop og stórs hlutar í Arcadia Group í Bretlandi.[6] Baugur hélt áfram að stækka erlendis og keypti og seldi stóran hluta í Big Food Group í Bretlandi, sem átti á þeim tíma Iceland Foods og Booker, House of Fraser, Sommerfield og Mothercare árið 2003 og árið 2008 höfðu French Connection, Oasis, Karen Millen, Whistles, Debenhams, Goldsmiths, Woolworths og Moss Bros bæst í hópinn.[7]

Jón Ásgeir sat í mörgum stjórnum. Hann var stjórnarformaður Iceland Foods og Magasin Du Nord og stjórnarmaður í til að mynda Booker, House of Fraser, Hamleys, Oasis/Karen Millen, Whistles og All Saints.

Árið 1999 var Jón Ásgeir í aðalhlutverki í stofnun fjárfestahópsins Orca hvert markmið var að eignast fyrsta íslenska einkavædda bankann, Fjárfestingabanka atvinnulífsins (FBA).[8] FBA sameinaðist Íslandsbanka árið 2000 og fékk nýtt nafn Glitnir. Eign Baugs í bankanum komi Jóni Ásgeir í lykilstöðu í íslenska bankaheiminum.[9] Hann hætti sem forstjóri Baugs Group í maí 2002 og tók við sem stjórnarformaður en varð aftur forstjóri í nóvember sama ár.

Á svipuðum tíma, árið 2002, eignaðist Jón Ásgeir annað af tveimur stærstu dagblöðum Íslands, Fréttablaðið (í gegnum Gunnar Smára Egilsson). Við það jukust völd hans í stjórnmálum þjóðafélagsins.[10]

Undir lok árs 2003 hafði Baugur Group vaxið svo undir stjórn Jóns Ásgeirs að ekkert annað íslenskt fyrirtæki átti jafnmiklar eignir erlendis og það var stærsta fyrirtæki landsins. Í hátindi velgengninnar áttu Jón Ásgeir og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi lúxushótelsins 101 í Reykjavík, 45 metra langa snekkju og 650 fermetra íbúð í Gramercy Park í New York. Haustið 2007 var það mat Baugs að eignir þess á Íslandi væru meira en 100 milljarða króna virði og þær væru samt aðeins um 35% af heildareignum fyrirtæksins.[3]

Ferill Jóns Ásgeirs var markaður af gagnkvæmu hatri milli hans og hans helsta gagnrýnanda Davíðs Oddsonar sem var einn valdamestu stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Ekki er nákvæmlega vitað hversu mikil áhrif Davíð Oddsson hafði á inngrip stjórnvalda og dómstóla í gjörninga Jóns Ásgeirs en það er ljóst að tengslin voru einhver.[11] Samkvæmt greiningu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, náins vinar Davíðs.

Jón Ásgeir Jóhannesson... varð einn valdamesti maður á Íslandi... eftir að hans helsti gagnrýnandi Davíð Oddsson hvarf úr stóli forsætisráðherra. Markaðskapítalismi áranna 1991 til 2004 breyttist í vinakapítalisma 2004 til 2008. Jón Ásgeir og vinir hans áttu ekki bara 2/3 af smásölumarkaðnum heldur áttu þeir líka nánast alla einkarekna fjölmiðla og einn af þremur stóru bönkunum ásamt því að hafa gott aðgengi að hinum bönkunum tveimur. Það virtist ekki skipta neinu máli fyrir gagnrýnendur að Jón Ásgeir var rannsakaður, ákærður og dæmdur fyrir að brjóta lög... og fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.[12]

Hlutverk í íslensku fjármálakrísunni 2008–2011

breyta

Samkvæmt Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem rannsakaði hrunið á Íslandi árið 2008 var Baugur Group og félög tengd því stærstu viðskiptavinir íslensku bankanna fyrir hrun. Lán til Baugs voru áberandi í bókum, Glitnis, Landsbankans og Kaupþings.[13] Eftir tilraunir til að halda Baugi Group á lífi var fyrirtækið lýst gjalþrota 11. mars 2009.[14] Með gjaldþrotinu hurfu að mestu leyti völd Jóns Ásgeirs.[14]

Ákærur og dómar

breyta

Þann 17. ágúst 2005 voru Jón Ásgeir og fleiri ákærðir í 40 ákæruliðum fyrir brot á bókhaldsreglum. Flestar ákærurnar fjölluðu um viðskipti á milli hans og fyrirtækisins Baugs. Hæstiréttur Íslands vísaði málinu aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna galla.

Þann 3. maí 2007 var Jón Ásgeir fundinn sekur um eitt brot á bókhaldslögum og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti 6. júní 2008.[15][16] Jón Ásgeir var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þessi dómur gerði stöðu hans sem stjórnarformaður Baugs erfiða því samkvæmt lögum um hlutafélög þýddi dómurinn að hann mátti ekki sitja í stjórnum félaga á Íslandi í þrjú ár.[15] Vegna þess og þeirrar staðreyndar að nær allar eignir Baugs voru í Bretlandi íhugaði fyrirtækið að flytja til Bretlands þar sem Jón Ásgeir gæti áfram haldið um stjórnartaumana í fyrirtækinu.[17][18]

Í febrúar 2013 fékk Jón Ásgeir 12 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skattalagabrot og var sektaður um 62 milljónir íslenskra króna.[19] Þessi dómur var ómerktur af Mannréttindadómstól Evrópu 18. maí 2018.

Jón Ásgeir hefur einnig verið ákærður af Sérstökum saksóknara fyrir hans hlutverk í hruninu. Eins og staðan er núna hefur tvívegis verið sýknaður í sama málinu og það mál bíður lokaniðurstöðu í Hæstarétti.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu

breyta

Þann 18. maí 2017 úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að íslenska ríkið hefði brotið á mannréttindum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna þess að það refsaði honum tvívegis fyrir sama atvikið. Þetta var brot á 7. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um rétt einstaklinga til að vera ekki refsað tvívegis fyrir sama atvik.[20][21]

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 'Í minningu kaupmanns Jóhannes Jónsson', supplement to Fréttablaðið, August 7, 2013, p. 1.
  2. 2,0 2,1 2,2 Ármann Þorvaldsson, Frozen Assets: How I Lived Iceland's Boom and Bust (Chichester: Wiley, 2009).
  3. 3,0 3,1 Magnús Halldórsson and Þórður Snær Júlíusson, Ísland ehf. Auðmenn og áhrif eftir hrun (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013), p. 83.
  4. Magnús Halldórsson and Þórður Snær Júlíusson, Ísland ehf. Auðmenn og áhrif eftir hrun (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013), pp. 83-84.
  5. Cf. Magnús Halldórsson and Þórður Snær Júlíusson, Ísland ehf. Auðmenn og áhrif eftir hrun (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013), p. 84.
  6. Roger Boyes, Meltdown Iceland: Lessons on the World Financial Crisis from a Small Bankrupt Island (New York: Bloomsbury, 2009), pp. 76, 113.
  7. Roger Boyes, Meltdown Iceland: Lessons on the World Financial Crisis from a Small Bankrupt Island (New York: Bloomsbury, 2009), pp. 115–16.
  8. Roger Boyes, Meltdown Iceland: Lessons on the World Financial Crisis from a Small Bankrupt Island (New York: Bloomsbury, 2009), pp. 55-57; Ármann Þorvaldsson, Frozen Assets: How I Lived Iceland's Boom and Bust (Chichester: Wiley, 2009).
  9. Roger Boyes, Meltdown Iceland: Lessons on the World Financial Crisis from a Small Bankrupt Island (New York: Bloomsbury, 2009), p. 57.
  10. Roger Boyes, Meltdown Iceland: Lessons on the World Financial Crisis from a Small Bankrupt Island (New York: Bloomsbury, 2009), p. 79.
  11. Roger Boyes, Meltdown Iceland: Lessons on the World Financial Crisis from a Small Bankrupt Island (New York: Bloomsbury, 2009), passim.
  12. Hannes H. Gissurarson, 'Five Years On: What Happened? What Did We Learn?', The Reykjavík Grapevine, 15 (2013), 16.
  13. Magnús Halldórsson and Þórður Snær Júlíusson, Ísland ehf. Auðmenn og áhrif eftir hrun (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013), p. 86.
  14. 14,0 14,1 Magnús Halldórsson and Þórður Snær Júlíusson, Ísland ehf. Auðmenn og áhrif eftir hrun (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2013), p. 87.
  15. 15,0 15,1 Baugur boss loses court appeal, International Herald Tribune, 7. júní 2008
  16. Baugur CEO and former assistant director found guilty, Iceland Review, 4. maí 2007, afrit af upprunalegu geymt þann 17. febrúar 2012, sótt 5. september 2017
  17. Baugur investigates switch to UK, BBC News, 4. júlí 2008
  18. Baugur Plans to Relocate to U.K. After Iceland Exit, Bloomberg, 4. júlí 2008
  19. Sigrún Davíðsdóttir, 'Acquittals and close connections', Sigrún Davíðsdóttir's Icelog, June 9, 2014, http://uti.is/2014/06/acquittals-and-close-connections/.
  20. http://hudoc.echr.coe.int/eng#{%22languageisocode%22:%5B%22ENG%22%5D,%22documentcollectionid2%22:%5B%22JUDGMENTS%22%5D,%22itemid%22:%5B%22001-173498%22%5D}
  21. https://www.jonasgeirjohannesson.is/jon-asgeir-oheidarleiki-haesta-stigi/

Tenglar

breyta

Greinar eftir Jón Ásgeir

Erlendir tenglar

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.