Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Hallatala er mælikvarði á halla (bratta) ferils í tilteknum punkti. Nánar tiltekið er hallatala bratti snertils ferilsins í punktinum.

Skilgreining

breyta

Hallatala ferils fallsins f(x) í punkti p er fyrsta afleiða fallsins í punktinum p, þ.e. f ' (p). M.ö.o. þá lýsir afleiðan halla ferils í sérhverjum punkti. Ef við köllum hallatölu línu h þá er jafna línu þar sem k er fasti: y = hx + k. Samsíða línur hafa augljóslega sömu hallatölu en um hallatölur tveggja hornréttra lína gildir að margfeldi þeirra jafngildir -1.

Föll úr föstum (eins og t.d.  ) hefur hallatölu núll, vegna þess að gildi þeirra breytist ekki.

   Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.