Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Galba

Rómverskur keisari frá 68 til 69 e.Kr

Servius Sulpicius Galba (24. desember 3 f.Kr.15. janúar 69 e.Kr.) var rómverskur keisari í um sjö mánuði, frá 8. júní 68 til 15. janúar 69. Galba var fyrsti keisarinn á ári keisaranna fjögurra.

Galba
Rómverskur keisari
Valdatími 68 – 69

Fæddur:

24. desember 3 f.Kr.
Fæðingarstaður Nálægt Terracina, Ítalíu

Dáinn:

15. janúar 69
Dánarstaður Róm
Forveri Neró
Eftirmaður Otho
Maki/makar Aemelia Lepida
Börn Tveir synir
Móðir Mummia Achaica
Fæðingarnafn Servius Sulpicius Galba
Keisaranafn Servius Galba Imperator Caesar Augustus
Tímabil Ár keisaranna fjögurra

Galba varð keisari eftir að Neró hafði misst allan stuðning og í kjölfarið framið sjálfsmorð. Galba hafði opinberlega lýst andstöðu við Neró um vorið 68, þegar hann var landstjóri í Hispaniu Tarraconensis á Íberíuskaga. Herdeildir hans lýstu hann keisara og fljótlega fékk hann stuðning herdeilda víðs vegar um heimsveldið. Eftir dauða Nerós, sumarið 68, lýsti öldungaráðið hann keisara og hélt hann þá til Rómar til að tryggja stöðu sína.

Galba reyndi að koma fjármálum ríkisins í lag eftir mikla eyðslusemi Nerós, og neitaði m.a. að borga hermönnum sínum fyrir hollustu þeirra. Þetta gerði hann óvinsælan og hann missti því smám saman stuðning hersins. Þann 1. janúar 69 hylltu tvær herdeildir í Germaniu Superior, landstjórann Vitellius, sem keisara. Nokkrum dögum seinna fékk Otho, sem hafði verið landstjóri í Lucitaniu og einn af fyrstu stuðningsmönnum Galba, lífvarðasveit keisarans til þess að steypa Galba af stóli og lýsa sig keisara. Þann 15. janúar 69 var Galba stunginn til bana af stuðningsmanni Otho og í kjölfarið varð Otho keisari.


Fyrirrennari:
Neró
Rómarkeisari
(68 – 69)
Eftirmaður:
Otho