28. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
28. apríl er 118. dagur ársins (119. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 248 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1118 - Þorlákur Runólfsson var vígður Skálholtsbiskup í Danmörku.
- 1180 - Filippus Ágústus, ríkisarfi Frakklands, giftist Ísabellu af Hainaut.
- 1192 - Assassínar myrtu Konráð frá Montferrat í Týros nokkrum dögum eftir að hann var kjörinn konungur Jerúsalem.
- 1237 - Bæjarbardagi var háður í Borgarfirði milli sveita Þorleifs Þórðarsonar og Sturlu Sighvatssonar. Yfir þrjátíu manns féllu þar.
- 1357 - Friður komst á milli feðganna Magnúsar Eiríkssonar og Eiríks Magnússonar þannig að Eiríkur fékk Skán, Finnland, Austur-Gautland og hluta Smálanda.
- 1789 - Skipverjar á HMS Bounty gerðu uppreisn gegn yfirmönnum sínum.
- 1796 - Frönsku byltingarstríðin: Samið var um vopnahléð í Cherasco milli Napóleons og Savoja.
- 1819 - Konungur fyrirskipaði að tugthúsið í Reykjavík yrði embættisbústaður stiftamtmanns. Nú er þar skrifstofa forsætisráðherra.
- 1877 - Heimavöllur Chelsea F.C., Stamford Bridge, var opnaður í London.
- 1965 - Haraldur Björnsson átti fimmtíu ára leikafmæli og var haldið upp á það hjá Leikfélagi Reykjavíkur með sýningu á Ævintýri á gönguför.
- 1969 - Charles de Gaulle sagði af sér forsetaembætti í Frakklandi og Georges Pompidou tók við.
- 1971 - Dagblaðið Il Manifesto hóf göngu sína á Ítalíu.
- 1977 - Dómstóll í Stuttgart dæmdi þrjá meðlimi Rote Armee Fraktion, Andreas Baader, Gudrun Ensslin og Jan-Carl Raspe, í lífstíðarfangelsi.
- 1980 - Fyrsti Game & Watch-leikurinn kom út hjá Nintendo.
- 1984 - Íslenska fyrirtækið Te og Kaffi var stofnað.
- 1989 - Jóhannes Páll 2. páfi hóf opinbera heimsókn til Madagaskar, Sambíu, Malaví og Réunion.
- 1992 - Einu tvö Júgóslavíulýðveldin sem eftir voru, Svartfjallaland og Serbía, mynduðu Sambandslýðveldið Júgóslavíu sem síðar var kallað Serbía og Svartfjallaland.
- 1993 - Alþingi samþykkti aukaaðild landsins að Vestur-Evrópusambandinu.
- 1993 - Carlo Azeglio Ciampi varð fyrsti forsætisráðherra Ítalíu sem ekki átti sæti á þingi.
- 1995 - 101 fórst þegar gassprenging varð á byggingarsvæði í Daegu í Suður-Kóreu.
- 1996 - Blóðbaðið í Port Arthur: Martin Bryant drap 35 á ferðamannastað í Tasmaníu.
- 1996 - Yfir 60 létust þegar sprengja sprakk í Bhaiperu í Pakistan.
- 2001 - Bandaríkjamaðurinn Dennis Tito varð fyrsti ferðamaðurinn í geimnum þegar hann fór með Sojús TM-32.
- 2004 - Fyrstu myndirnar sem sýndu pyntingar fanga í fangabúðunum í Abu Ghraib birtust í fjölmiðlum.
- 2007 - AFL Starfsgreinafélag var myndað með sameiningu þriggja stéttarfélaga á Austurlandi.
- 2007 - 55 létust í hryðjuverkaárásum í Karbala í Írak.
- 2008 - Indland setti nýtt heimsmet með því að senda 10 gervihnetti á sporbaug um jörðu í einu geimskoti.
- 2008 - Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði að hafa haldið dóttur sinni fanginni í 24 ár og átt 7 börn með henni.
- 2009 - Íslenska varðskipið Þór var sjósett í Chile.
- 2011 - Sprengjutilræðið í Marrakess 2011: Sprengja sprakk á kaffihúsi í Marrakess í Marokkó með þeim afleiðingum að 17 létust.
- 2014 - Bandaríkin hófu að beita viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi vegna deilunnar um Krímskaga.
- 2019 – Þingkosningar fóru fram á Spáni. Spænski sósíalíski verkamannaflokkurinn, flokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, hlaut um 30 prósent atkvæða, mest allra flokka.
Fædd
breyta- 1442 - Játvarður 4. Englandskonungur (d. 1483).
- 1758 - James Monroe, Bandaríkjaforseti (d. 1831).
- 1838 - Tobias Asser, hollenskur lögfræðingur (d. 1913).
- 1889 - António de Oliveira Salazar, einræðisherra í Portúgal (d. 1970).
- 1906 - Kurt Gödel, tékkneskur rökfræðingur (d. 1978).
- 1908 - Oskar Schindler, þýskur iðnrekandi sem bjargaði Gyðingum í helförinni (d. 1974).
- 1922 - Alistair MacLean, skoskur rithöfundur (d. 1987).
- 1931 - Takashi Mizuno, japanskur knattspyrnumaður.
- 1937 - Saddam Hussein, forseti Íraks (d. 2006).
- 1938 - Hildur Hákonardóttir, íslensk myndlistarkona og rithöfundur.
- 1948 - Terry Pratchett, enskur rithöfundur (d. 2015).
- 1949 - Paul Guilfoyle, bandarískur leikari.
- 1950 - Jay Leno, bandarískur þáttastjórnandi.
- 1952 - Mary McDonnell, bandarísk leikkona.
- 1954 - Elena Kagan, bandarískur dómari.
- 1960 - Ian Rankin, skoskur rithöfundur.
- 1960 - Jón Páll Sigmarsson, íslenskur aflraunamaður (d. 1993).
- 1969 - Elliði Vignisson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1970 - Diego Simeone, argentínskur knattspyrnumaður og þjálfari.
- 1972 - Cauet, franskur sjónvarpsmaður.
- 1972 - Edwin Ifeanyi, kamerúnskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Koji Kondo, japanskur knattspyrnumaður (d. 2003).
- 1973 - Pauleta, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Penélope Cruz, spænsk leikkona.
- 1977 - Roniéliton Pereira Santos, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1981 - Jessica Alba, bandarísk leikkona.
- 1988 - Juan Mata, spænskur knattspyrnumaður.
- 1994 - Milos Degenek, ástralskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1074 - Sveinn Ástríðarson, Danakonungur (f. um 1019).
- 1250 - Ormur Björnsson, goðorðsmaður á Breiðabólstað, sonur Hallveigar Ormsdóttur (f. um 1219).
- 1641 - Hans Georg af Arnim-Boitzenburg, þýskur herforingi (f. 1583).
- 1772 - Johann Friedrich Struensee, þýskur læknir (f. 1737).
- 1892 - Ludvig Holstein-Holsteinborg, danskur forsætisráðherra (f. 1815).
- 1918 - Gavrilo Princip, bosníuserbneskur hryðjuverkamaður (f. 1894).
- 1922 - Paul Deschanel, franskur stjórnmálamaður (f. 1855).
- 1945 - Benito Mussolini, ítalskur stjórnmálamaður og einræðisherra (f. 1883).
- 1954 - Léon Jouhaux, franskur verkalýðsleiðtogi (f. 1879).
- 1973 - Robert Buron, franskur stjórnmálamaður (f. 1910).
- 1977 - Sepp Herberger, þýskur knattspyrnumaður (f. 1897).
- 1992 - Francis Bacon, írskur myndlistarmaður (f. 1909).
- 2012 - Matilde Camus, spænskt skáld (f. 1919).
- 2015 - Einar Þorsteinn Ásgeirsson, íslenskur arkitekt (f. 1942)