1790
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1790 (MDCCXC í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 14. apríl - Ólafur Stefánsson var skipaður stiftamtmaður, fyrstur Íslendinga.
- Magnús Stephensen varð lögmaður norðan lands og vestan.
- Ólafur Thorlacius hóf verslunarrekstur á Bíldudal.
- Langabúð, elsta hús Djúpavogs var byggt.
Erlendis
breyta- 15. janúar - Fletcher Christian og átta aðrir uppreisnarmenn af skipinu Bounty settust að á Pitcairn-eyju ásamt sex körlum og tólf konum frá Tahíti.
- 1. febrúar - Hæstiréttur Bandaríkjanna kom saman í fyrsta sinn í New York-borg.
- Júlí - Loðvík 16. Frakkakonungur samþykkti þingbundna konungsstjórn.
- 9. júlí - 300 sænsk og rússnesk skip börðust í mikilli sjóorrustu við Svensksund (við Kotka í Finnlandi). Svíar höfðu betur og hertóku þriðjung rússneska flotans og 6.000 Rússa, en 3.500 féllu. Aðeins 304 Svíar létu lífið.
- 14. ágúst - Friðarsamningurinn, Värälä var gerður í sænsk-rússneska stríðinu.
- 10. október - Jarðskjálfti í Alsír, um 3.000 létust.
- 22. desember - Rússar réðust inn í Izmail-virki Ottómanveldisins við vestur Svartahaf og létust 26.000 hermenn Ottómana.
Fædd
- 29. mars - John Tyler, tíundi forseti Bandaríkjanna (d. 1862).
- 18. júní - Ehrenreich Christopher Ludvig Moltke, stiftamtmaður á Íslandi og sendiherra Dana í Svíþjóð og Frakklandi (d. 1864).
- 17. nóvember - August Ferdinand Möbius, þýskur stærðfræðingur og stjörnufræðingur (d. 1868).
- 16. desember - Leópold 1. Belgíukonungur (d. 1865).
Dáin
- 20. febrúar - Jósep 2., keisari (f. 1741).
- 17. apríl - Benjamin Franklin, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1706).
- 17. júlí - Adam Smith, skoskur heimspekingur og hagfræðingur.