1552
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1552 (MDLII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Mikill kulda- og fellivetur, kallaður Harðivetur. Hafís fyrir Suðurlandi.
- Ólafur Hjaltason varð fyrsti lútherski biskupinn á Hólum.
- Poul Huitfeldt sendur til Íslands, meðal annars til að koma á fót skólum í Skálholti og á Hólum.
- Lárentíus varð fyrsti skólameistari Hólaskóla.
- Ólafur danski varð fyrsti skólameistari Skálholtsskóla.
- Síðustu klaustrin á Íslandi voru lögð niður.
- Kristján 3. Danakonungur seldi borgarstjórninni í Kaupmannahöfn Vestmannaeyjar á leigu.
- Jarðskjálfti á Suðurlandi.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 9. febrúar - Landvinningamaðurinn Pedro de Valdivia stofnaði borgina Valdivia í Chile.
- 24. febrúar - Hansasambandið missti verslunarleyfi sitt í Englandi.
- 22. ágúst - Gústaf Vasa Svíakonungur giftist þriðju konu sinni, Katarinu Stenbock. Hann var 40 árum eldri og sænskir klerkar mótmæltu hjónabandinu, bæði vegna aldursmunarins og ekki síður vegna þess að Katarina var systurdóttir annarrar konu konungsins.
- September - Ungverjum tókst að verja borgina Eger fyrir umsátri Tyrkja.
- Nútímalandamæri Skotlands og Englands voru mynduð.
Fædd
- 18. júlí - Rúdolf 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis, konungur Ungverjalands og Bæheims og erkihertogi af Austurríki (d. 1612).
- 24. ágúst - Lavinia Fontana, ítalskur listmálari (d. 1614).
- 17. september - Páll 5. páfi (d. 1621).
- 22. september - Vasilíj Sjúiskíj, Rússakeisari (d. 1612).
- 6. október - Matteo Ricci, ítalskur trúboði (d. 1610).
- 7. október - Sir Walter Raleigh, breskur landkönnuður (d. 1618).
- Hans von Aachen, hollenskur listmálari (d. 1615).
- Edmund Spenser, enskt skáld (d. 1599).
Dáin
- 22. janúar - Edward Seymour, hertogi af Somerset, enskur stjórnmálamaður (f. 1509).
- 2. desember - Francisco Xavier, spænskur jesúítaprestur og trúboði (1506).
- 20. desember - Katharina von Bora, eiginkona Marteins Lúthers (f. 1499).