4. júlí
dagsetning
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
4. júlí er 185. dagur ársins (186. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 180 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1187 - Orrustan við Hattin: Saladín vann sigur á Guy af Lusignan, konungi Jerúsalem.
- 1415 - Gregoríus 12. páfi sagði af sér á kirkjuþinginu í Konstans.
- 1534 - Kristján 3. var kjörinn konungur Danmerkur, sem þá hafði verið án konungs í eitt ár.
- 1610 - Sænsk-rússneskur her beið ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Klusjino.
- 1627 - Tyrkjaránið hófst á Austfjörðum: Sjóræningjar frá Barbaríinu rændu og rupluðu í Berufirði og víðar á sunnanverðum Austfjörðum og hernámu 110 manns.
- 1677 - Galdramál: Bjarni Bjarnason úr Önundarfirði var brenndur á Þingvöllum fyrir að valda veikindum Ingibjargar Pálsdóttur.
- 1685 - Galdramál: Halldór Finnbogason var brenndur á báli á Þingvöllum, gefið að sök að hafa snúið Faðirvorinu upp á andskotann. Þetta var síðasta galdrabrenna á Íslandi.
- 1776 - Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var undirrituð af þrettán breskum nýlendum í Norður-Ameríku, sem sögðu sig þar með úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku. Dagurinn hefur verið þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna síðan.
- 1782 - William Petty, lávarður af Shelburne, varð forsætisráðherra Bretlands.
- 1826 - Annar forseti Bandaríkjanna, John Adams, og sá þriðji, Thomas Jefferson, létust báðir daginn sem rétt fimmtíu ár voru liðin frá undirritun sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna.
- 1942 - Vilhelm Buhl varð forsætisráðherra Danmerkur eftir að Thorvald Stauning lést í embætti.
- 1943 - Orrustan um Kúrsk, mesta skriðdrekaorrusta sögunnar, hófst milli Þjóðverja og Sovétmanna. Orrustan stóð til 20. júlí.
- 1946 - Filippseyjar fengu formlega sjálfstæði frá Bandaríkjunum.
- 1954 - Vestur-Þýskaland sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1954 með 3-2 sigri á Ungverjalandi.
- 1957 - Hulda Jakobsdóttir varð fyrsta konan til að gegna embætti bæjarstjóra á Íslandi.
- 1970 - De Havilland Comet-leiguflugvél á vegum Dan-Air fórst við Barselóna: 112 létust.
- 1970 - Vinsældalistinn American Top 40 hóf göngu sína í fimm bandarískum útvarpsstöðvum.
- 1971 - Safnahúsið í Borgarnesi var tekið í notkun, en þar er meðal annars að finna merkilegt bókasafn og listaverkasafn.
- 1971 - Michael S. Hart gaf út fyrstu rafbók heims, Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, á tölvu University of Illinois at Urbana–Champaign.
- 1973 - Margrét Danadrottning og eiginmaður hennar, Henrik prins, komu í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1976 - Ferjan Herjólfur kom fyrst til Vestmannaeyja.
- 1976 - Ísraelsher frelsaði eitt hundrað gísla um borð í Air France-vél á flugvellinum í Entebbe í Úganda.
- 1976 - Bandaríkjamenn héldu upp á 200 ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingarinnar.
- 1977 - Hreinn Halldórsson setti Íslandsmet í kúluvarpi, 21,09 m, og komst með því í hóp bestu kúluvarpara í heimi.
- 1987 - Allir hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu: Geiradalshreppur, Reykhólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur sameinuðust undir nafni Reykhólahrepps.
- 1987 - Klaus Barbie var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni.
- 1990 - Bandaríska kvikmyndin Die Hard 2 var frumsýnd.
- 1991 - César Gaviria, forseti Kólumbíu, aflétti umsátursástandi sem staðið hafði í sjö ár.
- 1992 - Steffi Graf og Andre Agassi sigruðu Wimbledon-mótið í einliðaleik kvenna og karla.
- 1994 - Borgarastríðið í Rúanda: Front patriotique rwandais náði Kígalí á sitt vald.
- 1995 - John Major var kjörinn leiðtogi Breska íhaldsflokksins.
- 1997 - Könnunarfar NASA, Mars Pathfinder, lenti á Mars.
- 1997 - Ein verstu flóð 20. aldar hófust með skýfalli í Tékklandi, Þýskalandi og Póllandi.
- 2004 - Þungarokksveitin Metallica spilaði í Egilshöll fyrir um 18.000 manns.
- 2004 - Bygging Freedom Tower í New York-borg hófst.
- 2005 - „Koparkúlan“ frá Deep Impact-könnunarfarinu hitti halastjörnuna Tempel 1.
- 2007 - Ítalski bílaframleiðandinn FIAT kynnti nýja útgáfu af smábílnum Fiat 500.
- 2012 - Rannsóknarstofnunin CERN tilkynnti uppgötvun nýrrar öreindar með eiginleika sem kæmu heim og saman við Higgs-bóseindina.
- 2012 - Liborhneykslið komst í hámæli.
- 2012 - Hæsta bygging Evrópusambandsins, The Shard í London, var vígð.
- 2015 - Tupou 4. var krýndur konungur Tonga.
- 2017 - Norður-Kórea skaut langdrægri eldflaug yfir Japanshaf.
- 2022 - Sjö létust og 47 særðust í skotárás sem var gerð á skrúðgöngu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.
Fædd
breyta- 1753 - Jean-Pierre Blanchard, franskur uppfinningamaður (d. 1809).
- 1799 - Oscar Bernadotte, síðar Óskar 1., konungur Svíþjóðar og Noregs (d. 1859).
- 1804 - Nathaniel Hawthorne, bandarískur rithöfundur (d. 1864).
- 1872 - Calvin Coolidge, Bandaríkjaforseti (d. 1933).
- 1874 - Jónmundur Halldórsson, íslenskur prestur (d. 1954).
- 1900 - Sigurður Thorlacius, íslenskur skólastjóri (d. 1945).
- 1910 - Gloria Stuart, bandarísk leikkona (d. 2010).
- 1921 - Stein Rokkan, norskur stjórnmálafræðingur og félagsfræðingur (d. 1979).
- 1924 - Sveinbjörn Beinteinsson, íslenskt skáld og allsherjargoði (d. 1993).
- 1926 - Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur fv. alþingismaður og menntaskólakennari (d. 2023).
- 1926 - Alfredo Di Stéfano, argentínskur knattspyrnumaður (d. 2014).
- 1937 - Sonja Noregsdrottning.
- 1937 - Thomas Nagel, bandarískur heimspekingur.
- 1939 - Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs (d. 2004).
- 1941 - Ryuichi Sugiyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1945 - Eizo Yuguchi, japanskur knattspyrnumaður (d. 2003).
- 1959 - Eiríkur Hauksson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1959 - Daniel Sturla, úrúgvæskur erkibiskup.
- 1971 - Ned Zelić, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Tony Popovic, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Mick Wingert, bandarískur leikari.
- 1990 - Naoki Yamada, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 965 - Benedikt 5. páfi.
- 1336 - Heilög Elísabet af Aragóníu, Portúgalsdrottning (f. 1271).
- 1623 - William Byrd, enskt tónskáld (f. 1540).
- 1742 - Guido Grandi, ítalskur prestur og stærðfræðingur (f. 1671).
- 1761 - Samuel Richardson, breskur rithöfundur (f. 1689).
- 1826 - Thomas Jefferson, Bandaríkjaforseti (f. 1743).
- 1826 - John Adams, Bandaríkjaforseti (f. 1735).
- 1831 - James Monroe, Bandaríkjaforseti (f. 1758).
- 1919 - Kristian Kaalund, danskur textafræðingur (f. 1844).
- 1934 - Marie Curie, pólskur efnafræðingur (f. 1876).
- 1995 - Eva Gabor, ungversk-bandarísk leikkona (f. 1919).
- 1997 - Miguel Najdorf, pólskur skákmeistari (f. 1910).
- 1999 - Hindrunarstökksmeistarinn Milton (f. 1977).
- 2003 - Barry White, bandarískur söngvari (f. 1944).
- 2011 - Otto von Habsburg (f. 1912).