Evripídes
Útlit
Evripídes (um 480 - 406 f.Kr.), forngrískt leikskáld.
Tilvitnanir
[breyta]- Andrómakka 184-185 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
- „Þeir kallast hyggnir, sem í ásýnd virðast vel,
en eru þó hið innra rétt sem múgamenn,
að undan skildum auði, sem er þeirra traust.“
- Andrómakka 330-332 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
- „Þeim dauðlega mun dauðleg hugsun sæma bezt.
Því ygglibrún og ólund hygg ég valdi því
að ekkert líf sé lífið, heldur sorglegt slys.“
- Alkestis 800-802 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
- „Aldrei mun veröld öðlast frið,
aldrei styrjöld af borgum létta,
eigi vopnin að semja sátt.“
- Helena 1155-1158 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
- Medea 626-628 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
- „Hve spillt er mannlegt hjarta! Hvað skal sökkva djúpt?
Hvar skyldi gráðug frekja finna takmörk sín?
Ef hver ný kynslóð tekur hinum fyrri fram
í ódrengskap, sem einlægt magnast jafnt og þétt,
er alveg víst, að goðin skapa nýjan heim,
auk þessa sem vér þekkjum, til að geta hýst
hvern þann sem kýs að þjóna lygi og rangindum.“
- Hippolýtos 936-942 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
- „Hver sá sem vanrækir lærdóm sinn á meðan hann er ungur
týnir fortíð sinni og framtíð.“
- Evripídes (gömul tugga tekin úr samhengi) (þýð. Ágúst B. Helgason)