Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Telesfórus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Telefórus páfi

Telesfórus var páfi frá u.þ.b. 126 til u.þ.b. 137 eða í 11. ár. Hann var áttundi páfinn og er einn af dýrlingum kirkjunnar.

Valdatíð hans hófst á tímum Hadríanusar keisara. Hann varð vitni að ofsóknum gegn kristnum mönnum á valdatíð sinni. Valdatíð Telesfórusar endaði á tímum Antónínusar Píusar keisara.

Annuario Pontificio sem Vatíkanið gefur út segir að hann hafi fæðst í Grikklandi. Þær hefðir að halda miðnæturmessu á jólanótt, að halda páskadag ávallt á sunnudegi, að hafa sjö vikna föstu fyrir páska og að syngja Gloria í messum eru sagðar koma frá valdatíð hans. Sagnfræðingar hafa dregið í efa sannleiksgildi slíkra frásagna.

Sagnaritarinn Eirenæos segir að Telesfórus hafi þjáðst píslarvættisdauða. Honum er vanalega lýst sem fyrsta páfa eftir hl. Pétur sem hlaut þannig dauðdaga. Samkvæmt heimildum er hann eini páfinn frá 2. öld sem er vitað fyrir víst að hafi verið píslarvottur.

Dýrlingadagur hans er 5. janúar en gríska kirkjan fagnar dýrlingadegi hans 22. febrúar. Telesfórus er einnig verndardýrlingur Karmelítareglunnar vegna þess að því er haldið fram að hann hafi eitt sinn búið á Karmelfjalli sem einsetumaður. Dýrkun hans var lögð niður 1969.

  • „Pope St. Telesphorus“. Sótt 9. apríl 2007.