Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Richard Thaler

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Richard H. Thaler (fæddur 12. september 1945) er bandarískur hagfræðingur og prófessor í atferlisvísindum og hagfræði við Booth School of Business í Chicago. Árið 2015 var Thaler forseti American Economic Association. Thaler hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2017 fyrir framlög sín til atferlishagfræði. Árið 2018 var hann kjörinn meðlimur bandarísku Vísindaakademíunnar, The National Academy of Sciences.[1]

Thaler fæddist í East Orange, New Jersey í gyðingafjölskyldu.[2] Móðir hans, Roslyn var kennari og síðar fasteignasali[3] á meðan faðir hans,[4] Alan Maurice Thaler var tryggingafræðingur hjá Prudential Financial í Newark, New Jersey. Hann á þrjú börn frá sínu fyrsta hjónabandi og er nú giftur France Leclerc, fyrrum prófessor í markaðsfræði við háskólann í Chicago.

Thaler útskrifaðist frá Newark Academy,[5] áður en hann lauk B.A. gráðu árið 1967 frá Case Western Reserve University.[6] Hann lauk hlaut doktorsgráðu árið 1974 frá háskólanum í Rochester. Ritgerð hans "The Value of Saving A Life: A Market Estimate" var skrifuð undir handleiðslu Sherwin Rosen.

Thaler stofnaði ásamt fleirum eignastýringafyrirtækið Fuller & Thaler Asset Management árið 1993.

Framlög til hagfræðinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Thaler hefur starfað með hagfræðingum á borð við Daniel Kahneman, Amos Tversky að rannsóknum á raunverulegri efnahagslegri hegðun, bæði meðal neytenda og fjárfesta. Rannsóknir hans brúa hagfræði og sálfræði til að skilja hvað gerist þegar slakað er á klassískum forsendum hagfræðinnar um að einstaklingar séu full-upplýstir, skynsamir, og eigingjarnir. Í reynd hegði fólk sér ekki í samræmi við hinn skynsama og rökvísa homo-economicus.

Thaler er meðhöfundur ásamt Cass R. Sunstein að metsölubókinni Nudge (2008) þar sem hugtök atferlishagfræði eru notuð til að takast á við mörg af helstu vandamálum samfélagsins. Árið 2015 gaf hann út Misbehaving: The Making of Behavioral Economics. Hann hefur einnig skrifað eða ritstýrt fjórum öðrum bókum: Quasi-Rational Economics, The Winner's Curse: Paradoxes and Anomalies of Economic Life, og Advances in Behavioral Finance bindi I og II.[7]

Richard H. Thaler fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2017 fyrir framlag sitt til atferlishagfræði.[8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „American Economic Association“. www.aeaweb.org. Sótt 4. september 2022.
  2. „Jewish American wins Nobel Prize in economics“. The Jerusalem Post | JPost.com (bandarísk enska). Sótt 4. september 2022.
  3. „Roslyn Thaler“. geni_family_tree. Sótt 4. september 2022.
  4. „Alan Maurice Thaler“. geni_family_tree. Sótt 4. september 2022.
  5. „Lumen, Spring 2016 by Newark Academy - Issuu“. issuu.com (enska). Sótt 4. september 2022.
  6. „Alumnus Richard H. Thaler earns Nobel Prize for work in behavioral economics“. The Daily (bandarísk enska). 9. október 2017. Sótt 4. september 2022.
  7. „Richard H. Thaler“. The University of Chicago Booth School of Business (enska). Sótt 4. september 2022.
  8. „Richard H. Thaler“. The University of Chicago Booth School of Business (enska). Sótt 4. september 2022.