Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Fjallalyfjagras

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pinguicula alpina)
Fjallalyfjagras

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Blöðrujurtarætt (Lentibulariaceae)
Ættkvísl: Lyfjagrös (Pinguicula)
Tegund:
P. alpina

Tvínefni
Pinguicula alpina
L.[1]
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Samheiti
Listi

Fjallalyfjagras (fræðiheiti: Pinguicula alpina[2]) er lítil jurt af blöðrujurtarætt. Jurtin er skordýraæta sem veiðir lítil skordýr með klístri sem þekur jarðlæg blöð hennar. Eitt hvítt trektlaga blóm vex á að 12 sm löngum stöngli. Fjallalyfjagras finnst víða til fjalla í Evrasíu og vex þá yfirleitt í votlendi og lyngmóum. Þeð er ein þurrkþolnasta tegundin sem vex í tempraða beltinu. Þar sem þær vaxa saman, þá geta lyfjagras og fjallalyfjagras myndað blendinginn Pinguicula × hybrida.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. L. (1753) , In: Sp. Pl.: 17
  2. Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2019). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2019 Annual Checklist“. Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X. TaxonID: 53590073. Sótt 23. mars 2023.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.