Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Notandi:Veg~iswiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég á ennþá heima í Reykjavík. Einu sinni átti ég heima í Hannover og svo líka í Sydney. Einu sinni fór ég til Akureyrar.

"Ist der Ruf erst mal ruiniert, lebt es sich weiter ungeniert"

Góð framkoma milli einstaklinga þykir flestum okkar svo sjálfsögð og skiptir jafnvel sköpum í samskiptum. Nokk sama hvort þú hefur í hyggju að koma vel fram eða ekki, þú ættir að þekkja helstu reglur um það sem er viðurkennt sem góð framkoma. Það er verulega leitt þegar maður/kona býður ekki af sér góðan þokka, eingöngu vegna þess að viðkomandi veit ekki hvað er rétt.


Huga ber að sjálfsögðu að því að skrifa alltaf allt í eigin nafni, hvort heldur sem er í wiki eða annars staðar á Netinu. Notendasiðfræði í notkun Netsins er mikilvæg fyrir okkur öll. Til er samantekt á helstu reglum sem Arlene H. Rinaldi setti upphaflega á Netið í kringum 1994. Þessi samantekt hefur verið þýdd og staðfærð á nokkur tungumál. Samantektin kallast Netiquette.

Hér sést íslenskur hestur á fjórðu gangtegund sinni af fimm sem er tölt
Íslenskur fjárhundur hefur sérstök einkenni og ýmsa góða kosti