Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Obscured by Clouds

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Obscured by Clouds
Breiðskífa
FlytjandiPink Floyd
Gefin út3. júní 1972
StefnaFramsækið rokk
Lengd40:30
ÚtgefandiHarvest/EMI (Bretlandi) Harvest/Capitol (Bandaríkjunum)
StjórnPink Floyd
Tímaröð – Pink Floyd
Meddle
(1971)
Obscured by Clouds
(1972)
Dark Side of the Moon
(1973)
Gagnrýni

Obscured by Clouds er sjöunda plata Pink Floyd byggt á tónlistinni sem þeir sömdu fyrir myndina La Vallée. Platan var gefin út í Bretlandi 3. júní, 1972 af Harvest/EMI og svo í Bandaríkjunum 15. júní af Harvest/Capitol. Platan komst í 6. sæti á breska vinsældarlistanum og í 46. sæti á þeim bandaríska.

Árið 1986, var tónlistin gefin út á geisladisk í fyrsta skipti. Svo aftur 1996 í stafrænni endurupptöku.

Free Four“ var fyrsta Pink Floyd lagið til að fá góða spilun í Bandaríkjunum, og fyrsta til að hafa eitthvað að gera með Eric Fletcher Waters, pabba Roger Waters. Titillagið, eitt af „ósungnu“ lögunum á plötunni, var spilað á flestum tónleikum Pink Floyd á þessum tíma, oftast opnunar lagið. Lagið „Childhood's End“ er byggt á sögu Arthur C. Clarke með sama nafni.

  1. „Obscured by Clouds“ (David Gilmour/Roger Waters) – 3:03
  2. „When You're In“ (Gilmour/Waters/Rick Wright/Nick Mason) – 2:30
  3. „Burning Bridges“ (Waters/Wright) – 3:29
  4. „The Gold It's in the...“ (Gilmour/Waters) – 3:07
  5. „Wot's... Uh the Deal“ (Gilmour/Waters) – 5:08
  6. „Mudmen“ (Gilmour/Wright) – 4:20
  7. „Childhood's End“ (Gilmour) – 4:31
  8. „Free Four“ (Waters) – 4:15
  9. „Stay“ (Waters/Wright) – 4:05
  10. „Absolutely Curtains“ (Gilmour/Waters/Wright/Mason) – 5:52

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Free Four“/„Stay“ (1972, aðeins í Bandaríkjunum)
  • „Free Four“/„The Gold It's in the...“ (1972, aðeins á Ítalíu)
  • „Burning Bridges“/„Childhood's End“ (1972)