Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Karneades

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karneades
Karneades
Persónulegar upplýsingar
Fæddurum 214Kýrenu á Norður-Afríku)
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilFornaldarheimspeki
Skóli/hefðAkademísk efahyggja

Karneades (um 214 í Kýrenu á Norður-Afríku129 f.Kr.) var efahyggjumaður og fyrsti heimspekingurinn til að lýsa yfir að viðleitni frumspekinga, sem leituðust við að uppgötva skynsamlega merkingu í trúarlegum skoðunum, væri fánýt og til einskis. Um árið 159 f.Kr. hafði hann hafist handa við að hrekja allar kreddukenningar (allar kenningar sem ekki voru efahyggjukenningar), einkum kenningar stóumanna og jafnvel kenningar epikúringa, sem efahyggjumenn höfðu áður hlíft.

Karneades var akademískur efahyggjumaður. Það er að segja, hann tilheyrði Akademíunni, sem var á hans tíma efahyggjuskóli. Karneades hélt skólanum áfram á þeirri línu. Virðing hans og kennivald var svo mikil að eftir andlát hans fannst akademingum mikilvægara að túlka og verja skoðanir hans en Sókratesar og Platons. Hann samdi engin rit en lét nemendum sínum (t.d. Kleitomakkosi) eftir að þræta um raunverulegt heimspekilegt inntak röksemdafærslna hans.

Kenning Karneadesar, jafnvel í fáguðustu útgáfu sinni, fjallar einungis um huglæga birtingu sannleikans. Venjulega hefur hún verið talin líkindahyggja. Karneades ályktaði að reynsla byggð á skynjun, sem er sennilegri en allt annað, sé sú sem við byggjum á þegar við myndum okkur skoðanir sem er okkur mikilvægt. (sjá, Long & Sedley, The Hellenistic Philosophers).

Karneades mun hafa verið fyrstur til að greina á milli rökfræðilegrar nauðhyggju, þekkingarfræðilegrar nauðhyggju og orsakanauðhyggju.

Frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Algra, K., Barnes, J., Mansfeld, J. og Schofield, M. (ritstj.), The Cambridge History of Hellenistic Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 2005). ISBN 0-521-61670-0
  • Hankinson, R.J., The Skeptics (London: Routledge, 1998). ISBN 0-415-18446-0
  • Long, A.A., Hellenistic Philosophy: Stoics, Epicureans, Sceptics (Los Angeles: University of California Press, 1986). ISBN 0-520-05808-9
  • Long, A.A. og Sedley, David (ritstj.), The Hellenistic Philosophers 2 bindi (Cambridge: Cambridge University Press, 1987). ISBN 0-521-27556-3
  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.