Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Ammoníos Hermíasarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ammoníos Hermíasarson (forngríska: Ἀμμώνιος τοῦ Ἑρμίου, Ammṓnios toũ Hermíou, Ammonius Hermiae) (5. öld) var heimspekingur í síðfornöld. Hann var sonur heimspekingsins Hermíasar og vinur Prókloss. Hann kenndi í Alexandríu m.a. Jóhannesi Fílopónosi, Damaskíosi og Simplikkíosi.

Skýringarrit hans við ritverk Platons og Ptolemajosar eru glötuð. Varðveitt eru:

  1. Skýringarrit við Inngang Porfyríosar
  2. Skýringarrit við Umsagnir Aristótelesar
  3. Skýringarrit við Um túlkun Aristótelesar
  4. Skýringarrit við Almæli og fyrstu sex bækur Frumspekinnar eftir Aristóteles.