Nothing Special   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Loftskeyti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Loftskeyti er þráðlaus sending og móttaka á rafsegulbylgjum (útvarpsbylgjum). Fyrstu nothæfu sendi- og móttökutæki fyrir útvarpsbylgjur voru þróaðar 1894-5 af Guglielmo Marconi. Fyrsta loftskeytið var sent af Marconi 1895 rúma 3 kílómetra og fyrsta loftskeytið yfir Atlantshafið var sent 12. desember 1901. Á Íslandi var fyrsta loftskeytið móttekið 26. júní 1905. Það var á undan fyrsta landsímaskeytinu, enda tilgangurinn með því að sýna fram á „raunhæfni“ loftskeyta í stað landlína þegar ekki hafði verið að fullu ákveðið á Íslandi hvor kosturinn skyldi valinn.

Heimildir

  • „Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?“. Vísindavefurinn.